Monday, August 10, 2015

Hringur X, Leirdalurinn (Golfmót skákmann og Bylgjan Open)

8. ágúst 2015 (laugardagur)

Loks kom mótið sem ég hafði beðið eftir allt sumarið.  Blanda af golf og skák, sem gat varla verið betra fyrir mig eða hvað?  Nei, því miður klúðraði ég alveg deginum.  Var í raun í sensum að vinna punktakeppnina, en fór á taugum þegar golfið byrjaði.  Var með 35 punkta eftir skákina og var því í lykil stöðu, en fór gjörsamlega á taugum á fyrri níu.  Seinni níu voru skárri, en þá lék ég á 14 punktum, eða samtals 18 punktum (27 miðað við fulla forgjöf).  Fyrri níu voru svo slæmar að ég var farinn að berja golfkylfunum fast í jörðina.  Svona er þetta bara.

Mín ömurlega spilamennska hér:

Úrslit skákgolfsins hér og hér:

Það skal taka fram að reiknimeistarinn, Halldór Grétar gleymdi að reikna fulla forgjöf inn í punktakeppnina, sem þýðir að ég var í 3. sæti í punktakeppninni.  Samt alveg hrikalegur bömmer eins og krakkarnir segja.

Spilaði í holli með:  Jón Þorvalds, Magnúsi Kristins og Gunnari

Uppáhaldsbraut:  Braut 14 (paraði hana glæsilega, en átti séns á fugli á fyrri hring, en gerði svo 6 högg á 16, sem er erfiðasta brautin)

Úrslit hér:

Videó 1 hér:
Videó 2 hér:
Videó 3 hér:
Videó 4 hér:




















No comments:

Post a Comment