Sunday, August 2, 2015

Afmælisgolf

Í tilefni stórafmælis míns, ákvað ég að gera eitthvað sérstakt. Ég var einhverntíma að velta fyrir mér hvað það ætti að vera, en fékk síðan þá flugu í höfuðið að það væri sniðugt að spila alla golfvelli (golfholur) á landinu. Án þess að hafa hugsað þetta í botn, þa'hefur það runnið upp fyrir mér að verkefnið er miklu erfiðara en ég hafði gert mér grein fyrir. Það að vera í 200% vinnu, með fjölskyldu gerir það flóknara að spila alla velli landsins. Reglur: 1. Spila alla 18 holu velli landsins einn hring 2. Spila alla 9 holur landsins einn hring 3. Spila alla velli á grá svæðinu, velli eins og Sveinskotsvöll, Litla völlinn í Grafarholt, Arkarvöllinn, Sogsvöll, Ásgeirsvoll osf 4. Allir vellirnir skulu spilast á tímabilinu 15. mai til 1. október. Ég velti fyrir mér hversu mikið afrek þetta yrði, og hversu margir spila alla velli landsins á einu sumri. Ég hef heyrt um marga "pensionista" sem ferðast um landið með hjólhýsi sín og láta drauminn rætast. ég efast þó um að einhver sé að halda bókhald á netinu með myndum og vídeoklippum og því er þetta bölvaða brölt mitt vonandi óvenjulegt. Ég vil því heita á vini og kunningja að heita á mig lítilræði, ef markmiðið á að nást. 5000 kr frá einstaklingi og 10.000 frá fyrirtækjum myndi renna óskipt til góðs málefnis, eða til Krabbameinsfélagsins. Ég er orðinn efins að ég nái þessu markmiði mínu kæru vinir og því veitir mér ekkert af hvatningunni.

Söfnunarreikningur (kemur hér fljótlega)



  

Hringur 36, Leirdalurinn
Hringur X, Setbergsvöllur (TAKA 2)
Hringur X, NESIÐ, (TAKA 2)
Hringur 35, Grafarholt 
Hringur X, Þorlákshöfn (TAKA 2)
Hringur, 34, Hólmavík
Hringur 33, Þingeyri
Hringur 32, Bolungarvík
Hringur 31, Ísafjörður
Hringur 30, Úthlíð
Hringur 29, Hvolsvöllur
Hringur 28, Leiran
Hringur 27, Kiðaberg
Hringur 26, Borgarnes
Hringur 25, Akranes
Hringur 24, Hveragerði
Hringur 23, Bifröst
Hringur 22, Sandgerði
Hringur 21, Dalbúi (Laugarvatn)
Hringur 20, Geysir
Hringur 19, Ásatún (Flúðir)
Hringur 18, Hraunborgir (Ásgeirsvöllur)
Hringur 17, Hvaleyri, plús Sveinskotsvöllur
Hringur 16, Brautarholt (Kjalarnes)
Hringur 15, Hlíðarvöllur (Mosfellsbær)
Hringur 14, Hótel Örk (Hveragerði)
Hringur 13, Setbergsvöllur (Hafnarfirði)
Hringur 12, Sogsvöllur (Ljósafossvirkjun)
Hringur 11, Þorlákshöfn
Hringur X, Bakkakot (Mosfellsbær)
Hringur 10, Selfoss
Hringur 9, Nesvöllur
Hringur 8, Álftanes
Hringur 7, Ljúflingur (Garðabær)
Hringur 6, Mýrin (Garðabær)
Hringur 5, Litli völlurinn (Korpúlsstaðir)
Hringur 4, Bakkakot (Mosfellsbær)
Hringur 3, Vatnsleysuströnd
Hringur X, Sveinskotsvöllur (TAKA 2)
Hringur 2, Litli æfingarvöllurinn (Grafarholti)
Hringur 1, Sveinskotsvöllur (Hafnarfirði) Vellir sem eftir eru:

No comments:

Post a Comment