Friday, July 3, 2015

Hringur 27, Kiðaberg Grímsnesi

29. júní. 2015 (mánudagur)

 Tók þátt í Icelandair group móti í Kiðabergi í fyrsta skipti. Var nokkuð frá mínu besta og fór eiginlega í baklás því ég sprengdi nokkra holur. Spilaði með Jónínu Birnu, Ólafi Erni og Guðrúni Símonar.  Vona að ég gleymi þessu móti sem fyrst og að enginn fari að skoða úrslitin.  Átti tvær góðar holur, þs púttaði fyrir fugli á holu 12 og 17.  Veðrið var frábært og meðspilararnir sýndu mér samúð.  Frábær völlur og mjög krefjandi og vonandi á ég eftir að eiga betri golfdag í Kiðabergi í framtíðinni.

Uppáhaldsbraut: Braut 17

 Úrslit mótsins má nálgast hér:



































No comments:

Post a Comment