Sunday, June 28, 2015

Hringur 26, Harmarsvöllur Borgarnesi

27. júní. 2015 (laugardagur)

Tók þátt í Opna INN mótinu í golfi, sem haldið var á þessum frábæra velli.  Mætii ískaldur á teiginn kl 10.20 um morguninn.  Spilaði með nokkrum hressum,  Jón Snorra,  Lárusi B og Ástu S.  Mér gekk erfiðlega að ná takti, en þegar á lið fór spilamennskan að batna og endaði með 24. punkta.

Uppáhaldsbraut:  Braut 16

Úrslit mótsins má nálgast hér:



























Hringur 25, Garðavöllur Akranesi

22. júní. 2015 (mánudagur)

Fór upp á Skaga og spilaði níu holur (klára braut 10-18 seinna í sumar).  Veðrið var mjög gott, en þegar ég var kominn á 2. braut uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að næra mig og líðanin var eftir því. Hresstist þó þegar á leið.  Fékk mér svo góða hamborgaramáltíð í golfskálanum áður en ég hélt heim. Spilamennskan var ekki til að hrópa húrra fyrir, en eftir að ég paraði 8. braut tók ég gleði mína á ný. Þessi völlur er að mörgu leiti mjög skemmtilegur, þótt landslagið sé frekar flatt.  Garðavöllur er sambland af góðum sveitavelli og topp keppnisvelli.

Uppáhaldsbraut:  Braut 3
















Hringur 24, Gufudalsvöllur Hveragerði

21. júní. 2015 (sunnudagur) Fór Með Benjamín frænda í Hveragerði og spilaði heimavöllinn minn. Alltaf gaman að koma á þennan sérstaka völl, sem er hin hrikalegasti til göngu. Margar mjög skemmtilegar brautir með karakter. Í Hveragerði byrjaði ég minn golfferill á gamalsaldri. Uppáhaldsbraut: Braut 16