Saturday, June 6, 2015

Hringur 16, Brautarholt

4. júní. 2015 (Föstudagur).

Brunaði af stað upp í Kjalarnes eftir morgunkaffi (Olís-kaffi) á bensínstöðinni við Háaleistisbraut. Krakkarnir í skólanum og áhyggjur dagsins myndu hverfa við einn golfhring. Blíðskaparveður, þegar ég brunaði uppeftir á þennan völl, sem ég hafði lesið svo mikð um og séð myndir af. Frábábaer sveitavöllur ef svo má að orði komast. Helsta "vandamálið" er hversu erfiður hann er til göngu og langt á milli brauta. Það hefði verið vissulega gaman að taka 18. holur, en ég aetla að halda mig við regluna sem ég er búinn að koma mér upp.  A 9. holu völlum mun ég bara spila einn hring, ef aðstaeður bjóða ekki uppá annað.  Ríkissjónvarpið var maett á svaeðið, en ég gat ekki sagt þeim frá metnaðarfullum áformum mínum að spila allar golfvelli landsins.  Ég spilaði völlinn á 46 höggum sem er bara ágaett.  Virkilega krefjandi völlur og langur.  Paraði braut 8 og 9.

Ég er samt orðinn virkilega svartsýnn að mér takist markmiðið mitt.  Þarf aðeins að haetta að hugsa um þetta, spila bara mitt golf og hreinsa upp velli sunnanlands og sjá bara til.  Taka svo stöðuna seinna í sumar, þegar ég á eftir norður og austurland, sem er lang erfiðasti hlutinn, með mörgum völlum.

Uppáhaldsbraut:  Braut 1

 
















No comments:

Post a Comment