Sunday, June 28, 2015

Hringur 25, Garðavöllur Akranesi

22. júní. 2015 (mánudagur)

Fór upp á Skaga og spilaði níu holur (klára braut 10-18 seinna í sumar).  Veðrið var mjög gott, en þegar ég var kominn á 2. braut uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að næra mig og líðanin var eftir því. Hresstist þó þegar á leið.  Fékk mér svo góða hamborgaramáltíð í golfskálanum áður en ég hélt heim. Spilamennskan var ekki til að hrópa húrra fyrir, en eftir að ég paraði 8. braut tók ég gleði mína á ný. Þessi völlur er að mörgu leiti mjög skemmtilegur, þótt landslagið sé frekar flatt.  Garðavöllur er sambland af góðum sveitavelli og topp keppnisvelli.

Uppáhaldsbraut:  Braut 3
















No comments:

Post a Comment