Saturday, May 30, 2015

Hringur 11, Þorlákshöfn.

29. mai.  2015 (föstudagur).

Tók þátt í maimóti Borgarstarfsmanna í Þorlákshöfn.  Fór beint eftir vinnu á föstudegi.  Náði næstsíðasta hollinu.  Spilaði við mann að nafni Helgi Magnússon sem er líka að byrja á fullu í golfi eins og ég, en hefur ekkert keppt.  Ég spilaði ekki vel, en náði þó þriðja sæti í punktakeppni karla, enda var spilað með fullri förgjöf.  Það kom mér skemmtilega á óvart.  Einnig það að ég náði að slá næst holu á 15. braut, 11.3 metra á par þrjú holu og fékk þrjá Pinnacle Gold bolta í verðlaun auk verðlauna fyrir þriðja sætið í punktakeppninni.  Virkilega skemmtilegur völlur, en púttgrínin eru leiðinleg, en eiga eftir að verða betri í sumar.


Uppáhaldsbraut:  Braut 15

Úrslit hér:











Hringur 4 (taka 2)

27. mai. 2015

Fór með Benjamín skemmtilegan rúnt.  Hugmyndin var að taka skemmtilegan sveitavöll, Þórisstaðavöll í Svínadal.  Við fórum í gegnum göngin (sem við þurftum ekki) og tókum svo næsta sveitaafleggjara sem merktur var Svínadalur.  Sá vegur var ekki góður.  Enduðum svo á vellinum góða, en þegar við vörum að taka okkur til kom eigandinn til okkar og tjáði okkur að því miður væri búið að breyta vellinum í fótboltagofvöll.  Það hefði verið frekar dýrt að reka golfvöll og því hafi verið ákvörðun nýrra eigenda að breyta honum.  Ég lofaði að koma seinna í sumar í fótboltagolfið, en ég ákvað að prófa að koma við í Hvammsvík í Kjós, þar sem ég hélt að enn væri völlur.  Því miður er auðmaður einn Skúli M búinn að kaupa landið og allt golf horfið, eins og við komust að.  Við enduðum því að taka hring í Bakkakoti á heimleiðinni.  Þetta var því ein skrýtnasta golferð sem ég hef farið í, en mjög eftirminnileg.





Hringur 10, Svarfhólsvöllur Selfossi

26. mai.  2015 (þriðjudagur)

Fór með Benjamín í golf á Selfossi.  Spiluðum þennan fína völl við þokkalegar aðstæður.  Mjög skemmtilegt að spila þennan völl í þessum fallega sunnlennska sveitasjarma.  Við fengum okkur svo KFC kjúkkling á Selfossi eftir spileríið.

Uppáhaldsbraut:  Braut 4















Hringur 9, Nesvöllurinn

25. mai. 2015 (Mánudagur, annar í Hvítasunnu)

Skráði mig á styrktarmót fyrir unga kylfinga út á Nesi.  Ég er með sérstaklega hrifinn af Nesvellinum, þrátt fyrir augljósa galla, eins og kríuárasir osf.  Ég spilaði golf við ömmu mína og afa sem unglingur árin 1980-81, en hætti svo í golfi, þar til í hittifyrra.  Ég hef því sérstakar taugar til vallarins og reyni að spila þar sem oftast.  Reikna með að komast í klúbbinn eftir c.a fimm ár.

Mótið gekk sæmilega. Ég spilað við tvö eldri spilara, Þorgeir Ver Halldórsson og Jóhann Þorkel Jóhannsson, sem eru með mun lægri forgjöf.  Ég hafði Stebba Komma með sem kaddý og hélt að ég væri að spila vel, því annar karlinn spilaði verr en ég.  En þegar ég svo skoðaði úrslitin um kvöldið sá ég að ég hafði fengið ansi fáa punkta og endaði mjög neðarlega, enda var miðað við hámarksforgjöf 24 :)

Úrslit mótsins hér:











Hringur 8, Álftanes

24. 5. 2015









Hringur 7, Ljúflingur

23. mai. 2015