25. mai. 2015 (Mánudagur, annar í Hvítasunnu)
Skráði mig á styrktarmót fyrir unga kylfinga út á Nesi. Ég er með sérstaklega hrifinn af Nesvellinum, þrátt fyrir augljósa galla, eins og kríuárasir osf. Ég spilaði golf við ömmu mína og afa sem unglingur árin 1980-81, en hætti svo í golfi, þar til í hittifyrra. Ég hef því sérstakar taugar til vallarins og reyni að spila þar sem oftast. Reikna með að komast í klúbbinn eftir c.a fimm ár.
Mótið gekk sæmilega. Ég spilað við tvö eldri spilara, Þorgeir Ver Halldórsson og Jóhann Þorkel Jóhannsson, sem eru með mun lægri forgjöf. Ég hafði Stebba Komma með sem kaddý og hélt að ég væri að spila vel, því annar karlinn spilaði verr en ég. En þegar ég svo skoðaði úrslitin um kvöldið sá ég að ég hafði fengið ansi fáa punkta og endaði mjög neðarlega, enda var miðað við hámarksforgjöf 24 :)
Úrslit mótsins hér:
No comments:
Post a Comment