Tók þátt í maimóti Borgarstarfsmanna í Þorlákshöfn. Fór beint eftir vinnu á föstudegi. Náði næstsíðasta hollinu. Spilaði við mann að nafni Helgi Magnússon sem er líka að byrja á fullu í golfi eins og ég, en hefur ekkert keppt. Ég spilaði ekki vel, en náði þó þriðja sæti í punktakeppni karla, enda var spilað með fullri förgjöf. Það kom mér skemmtilega á óvart. Einnig það að ég náði að slá næst holu á 15. braut, 11.3 metra á par þrjú holu og fékk þrjá Pinnacle Gold bolta í verðlaun auk verðlauna fyrir þriðja sætið í punktakeppninni. Virkilega skemmtilegur völlur, en púttgrínin eru leiðinleg, en eiga eftir að verða betri í sumar.
Úrslit hér:
No comments:
Post a Comment