Saturday, May 23, 2015

Hringur 6, Mýrin garðabæ

21. mai. 2015

Fór í Mýrina Garðabæ snemma morguns. Stoppaði við á Olísbensínstöðinn við Háaleitisbraut til að fá mér kaffi með honum Jóhannesi Ríka starfmanni Hagkaups úti á Nesi, en það er orðinn skemmtileg rútina að kíkja þangað í morgunkaffi, þegar tími vinnst til. Veðrið var ekki gott og það koma smá haglél um níu leitið. Ákvað samt að pína mig í golf. Var mættur í Mýrina um 9.30 og var smá heppinn að fá að spila með hressum golfara sem býr á Spáni og á hús á Torreviejasvæðinu. Hann heitir Rögnvaldur (gleymdist reyndar) og hann er með um 20 í forgjöf. Þegar við höfðum spilað nokkrar mínútur brast á haglél, og á 2. braut var veðrirð verst, en lagaðist þegar leið á hringinn.  Ég átti mjög góðan hring og paraði m.a tvær brautir og átti mjög góðan séns á fugli á braut 4. Rögnvaldur sagði mér frá lífin á Costa Brava svæðinu og bennti á nokkra golfvelli, m.a Marquesa, Rochat, Villa Martin Torreviega, Finca, La Marina. Hann býr í Vista Bella, en það gæti svo sem verið að ég hafi ruglað þessu öllu saman. Einnig benti hann á veitingastað sem heitir Sport Compus sem Ágústa nokkur rekur. Þar ætti ég að fá upplýsingar um Íslendingagolf á svæðinu. hann ætlaði meira að segja að hafa samband og redda mér korti með golfvöllum á svæðinu. Ef guð lofar þá fer ég bara út með famelíunni í haust til að fagna 50. ára afmæli mínu. Virkilega skemmtilegur golfdagur, þótt við spiluðum bara 9. holur. lék á 44. höggum.








No comments:

Post a Comment