Saturday, May 16, 2015

Upphaf.

Hugmyndin skapaðist í kollinum á mér í fyrra, þegar ég var að spila mér til skemmtunar á mörgum golfvöllum landsins.  Árangur lét á sér standa í fyrra, en að leika alla golfvelli landsins á einu sumri er skemmtileg áskorun, sem ég ætla mér að framkævma í tilefni fimmtugsafmæli míns 8. september 2015.  Það er ljóst að hver golfvöllur sem ég klára mun vera sigur í sjálfu sér.  Tíminn á svo eftir að leiða í ljós hvort markmiðið náist, en þegar ég verð c.a hálfnaður ætti það að skýrast og þá mun ég athuga hvort menn geti ekki heitið á karlinn smáupphæð, c.a 3000-6000 krónur, ef mér tekst að klára áætlunarverkið.  Tímarammi verkefnisins eru fjórir mánuðir og stefnt að því að klára um miðjan september.

En hvað eru margir golfvellir á Íslandi?  Svarið er ef til vill að finna hér:  Hins vegar er ekki tæmandi listi, en ég mun aðalega hafa til hliðsjónar bókina:  Íslenska golfbókin", en hún er reyndar komin nokkuð til ára sinna og í hana vantar m.a, Brautarholt, Arkarvöllinn og golfvöllinn í Ljósafossstöð, sem dæmi.  Ef einhver er með tæmandi lista þá væri fínt að fá ábendingar.  Ég mun a.m.k kappkosta að spila alla 18 holu velli, alla 9. holu velli og alla æfingavelli á landinu.

Hér er einnig ágætis yfirlit þótt ekki sé það tæmandi hér:

Íslenska golfbókin, Frosti B. Eiðsson

Áætlun í Mai, Júní:

Reykjanes

1. Kirkjubólsvöllur Sandgerði
2.  Hólmsvöllur í Leiru
3.Húsatófstvöllur Grindavík
4.  Kálfatjarnarvöllur (Vatnsleysuströnd)

Vesturland:

5.  Garðavöllur Akranesi
6.  Hvammsvík í Hvalfirði
7.  Þórisstaðavöllur í Svínadal
8.  Hamarsvöllur Borgarnesi
9.  Glanni Borgarnesi
10. Reykholtsdalsvöllur
11. Garðavöllur undir Jökli
12.  Fróðárvöllur Ólafsvík
13.  Bárarvöllur Grundarfirði
14.  Víkurvöllur Sykkishólmi
(Brautarholt)

Reykjavík og nágrenni.

1.  Haukshúsavöllur Álftanesi
2. Hvaleyrarvöllur Hafnarfirði
3. Sveinskotsvöllur Hafnarfirði
4. Setbergsvöllur Hafnarfirði
5. Leirdalur Kópavogi og Garðabæ
6. Mýrin Garðabæ
7. Urriðavöllur Garðabæ
8. Ljúflingur Garðabæ
9. Nesvöllur Seltjarnarnesi
10. Grafarholtsvöllur Reykjavík
11. Korpúlsstaðavöllur Reykjavík
12. Litli völlur Korpúlsstöðum
13. Hlíðavöllur Mosfellsbæ
14. Bakkakotsvöllur

Vestfirðir.

Vesturbotnsvöllur Patreksfirði
osf osf...

Norðurland

Vatnahverfisvöllur Blöndósi

Austurland

Ekkjufellsvöllur Egilsstöðum

No comments:

Post a Comment