16. mai. 2015
Fór í golf með Benjamín laugardaginn 16. mai. Planið var að fara á nýjan völl, en því miður fáir vellir tilbúnir, því Leirdalurinn og Mýrin lokuð og enginn að spila þrátt fyrir úrvalsveður. Á Álftanesi var enginn að spila og völlurinn ekki opinn. Neyddist því til að spila golf aftur á Sveinskotsvelli í þetta sinn. Aðstæður voru frábærar og (sjá mynd) og Hafnafjörðurinn skaraði sýnu fegursta. Undrlegt hvað fáir golfarar voru á ferli og þar sem völlurinn hafði ekki opnað formlega, þá þurfti ekki að rukka okkur um vallargjald.
No comments:
Post a Comment