Saturday, May 30, 2015

Hringur 4 (taka 2)

27. mai. 2015

Fór með Benjamín skemmtilegan rúnt.  Hugmyndin var að taka skemmtilegan sveitavöll, Þórisstaðavöll í Svínadal.  Við fórum í gegnum göngin (sem við þurftum ekki) og tókum svo næsta sveitaafleggjara sem merktur var Svínadalur.  Sá vegur var ekki góður.  Enduðum svo á vellinum góða, en þegar við vörum að taka okkur til kom eigandinn til okkar og tjáði okkur að því miður væri búið að breyta vellinum í fótboltagofvöll.  Það hefði verið frekar dýrt að reka golfvöll og því hafi verið ákvörðun nýrra eigenda að breyta honum.  Ég lofaði að koma seinna í sumar í fótboltagolfið, en ég ákvað að prófa að koma við í Hvammsvík í Kjós, þar sem ég hélt að enn væri völlur.  Því miður er auðmaður einn Skúli M búinn að kaupa landið og allt golf horfið, eins og við komust að.  Við enduðum því að taka hring í Bakkakoti á heimleiðinni.  Þetta var því ein skrýtnasta golferð sem ég hef farið í, en mjög eftirminnileg.





No comments:

Post a Comment